Hvetja Roland Dumas til afsagnar Ástkonan á snærum olíufélags París. Reuters. FRANSKA dagblaðið Le Mondekrafðist þess nú fyrir skömmu, að Roland Dumas, forseti franska stjórnskipunarréttarins, segði af sér.
Hvetja Roland Dumas til afsagnar Ástkonan

á snærum

olíufélags

París. Reuters.

FRANSKA dagblaðið Le Monde krafðist þess nú fyrir skömmu, að Roland Dumas, forseti franska stjórnskipunarréttarins, segði af sér. Er ástæðan sú, að fyrrverandi hjákona hans hefur skýrt frá því, að hún hafi í raun og veru verið eins konar útsendari olíufélagsins Elf Aquitaine og Dumas vitað af því.

Christine Debiers-Joncour segir í bókinni "Skyndikona lýðveldisins", að olíufélagið hafi ráðið sig til að hafa áhrif á Dumas þegar hann var utanríkisráðherra á árunum 1988-'93. "Nú er þessi maður forseti stjórnskipunarréttarins, sem stendur vörð um grundvallarlög og gildi lýðveldisins. Getur hann gegnt þessu starfi lengur?" spyr Le Monde .

Mál sósíalistans Dumas er raunar til rannsóknar í franska réttarkerfinu en hann er grunaður um að hafa tekið við einhverju af því fé, sem Elf greiddi Deviers-Joncour. Sjálf er hún nýsloppin úr hálfs árs gæsluvarðhaldi vegna þess. Hefur hún skýrt frá því, að hún hafi fengið næstum 800 milljónir ísl. kr. fyrir að fá Dumas til að samþykkja sölu á sex freigátum til Tævans. Var hann andvígur því í fyrstu en snerist hugur. Deviers-Joncour neitar því hins vegar, að hann hafi þegið mútur fyrir.