Börn hafa allt aðra sýn á lífið og tilveruna en fullorðna fólkið og sjá oft hlutina í skemmtilegu ljósi. Hér á eftir fylgir stutt viðtal sem Björgvin Sigurðsson í hljómsveitinni Innvortis tók við systur sína, Líneyju Gylfadóttur, sem er fjögurra ára.
Heimur barnanna Fuglasöngur því

stjörnurnar kalla

Börn hafa allt aðra sýn á lífið og tilveruna en fullorðna fólkið og sjá oft hlutina í skemmtilegu ljósi. Hér á eftir fylgir stutt viðtal sem Björgvin Sigurðsson í hljómsveitinni Innvortis tók við systur sína, Líneyju Gylfadóttur, sem er fjögurra ára. ­ Af hverju er sólin gul?

Af því hún brennir fólkið sem er úti.

­ Af hverju brennir hún fólkið?

Af því hún er svo heit.

­ Af hverju syngja fuglarnir?

Því að stjörnunar kalla.

­ Hvar er sólin á nóttunni?

Uppi á himninum. Þá sést ekki í hana og þegar hún færist, hreyfast skýin og þá hverfur sólin.

­ Af hverju er himinninn blár?

Svo hann sjáist hjá guði.

Heimspekilegar vangaveltur

­ Af hverju á maður að segja satt?

Af því ef maður lýgur þá brenna vængirnir á englunum.

­ Af hverju á guð ekki pabba?

Af því hann skapaði allt.

­ Hver skapaði þá guð?

Blómin.

­ Hvernig er góður vinur?

Hann á ekki að berja, heldur að halda utan um mann og ef hann ber óvart á hann að segja fyrirgefðu.

­ Hvernig er að vera gamall?

Maður er allur í strikum á höndunum og svoleiðis.

Heimur fullorðinna

­ Af hverju er fullorðið fólk alltaf að vinna?

Til þess að þau geti verið fín ef þau eru að fara eitthvað langt.

­ Hver á að gera hvað á heimilinu?

Pabbi á að veiða fisk og taka allt af fiskinum sem maður borðar ekki. Mamma á að baka og elda.

­ Af hverju eru börn skömmuð?

Því ef þau gera eitthvað þá verða þau skömmuð og eiga að setjast á bekk. Það var gert við strák á leikskólanum þegar hann var að meiða og stríða.

­ Hvernig er í útlöndum?

Dýr í dýragarði, ljón, úlfar og gíraffar og alls konar dýr. Fólkið og húsin eru alveg eins og hjá okkur, líka bækur, boltar og búðir.

Börn hafa skemmtilegar hugmyndir um veröldina. Hjá þeim er allt svo einfalt og sjálfsagt, en ekki jafn flókið og hjá þeim sem eldri eru. Þau velta fyrir sér hlutum sem við tökum oft sem gefna og setja fram sínar eigin kenningar.