STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Fontys stórmótinu í Tilburg sem lauk á miðvikudaginn var. Frakkinn Joel Lautier (2.625) var með hvítt og átti leik gegn Rússanum Peter Svidler(2.710). 34. Dxd8! og svartur gafst upp, því 34. ­ Dxd8 er auðvitað svarað með 35.
STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Fontys stórmótinu í Tilburg sem lauk á miðvikudaginn var. Frakkinn Joel Lautier (2.625) var með hvítt og átti leik gegn Rússanum Peter Svidler (2.710). 34. Dxd8! og svartur gafst upp, því 34. ­ Dxd8 er auðvitað svarað með 35. e7 og síðan vekur hvítur upp nýja drottningu. Indverjinn Anand sigraði örugglega á mótinu, en úrslitin urðu þessi: Anand 7 v. af 11 mögulegum, 2. Leko, Ungverjalandi 7 v., 3.­5. Sadler, Englandi, Kramnik og Zvjagíntsev, Rússlandi 6 v., 6.­7. Piket, Hollandi og Adams, Englandi 5 v., 8.­9. Svidler, Rússlandi og Van Wely, Hollandi 5 v., 10.­11. Topalov, Búlgaríu og Lautier, Frakklandi 4 v. og 12. Kortsnoj, Sviss 3 v.