RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands, Landssamband íslenskra rafverktaka og Rafiðnaðarskólinn bjóða nýsveinum í rafiðngreinum til útskriftarveislu tvisvar á ári. Sú hefð hefur skapast að sveinafélögin í viðkomandi grein veiti viðurkenningar fyrir bestan árangur í verklegum greinum.
Útskrift rafiðnaðarsveina

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands, Landssamband íslenskra rafverktaka og Rafiðnaðarskólinn bjóða nýsveinum í rafiðngreinum til útskriftarveislu tvisvar á ári.

Sú hefð hefur skapast að sveinafélögin í viðkomandi grein veiti viðurkenningar fyrir bestan árangur í verklegum greinum. Rafiðnaðarskólinn fyrir bestan árangur í bóklegum greinum og meistarafélögin fyrir bestan árangur í samanlögðum árangri á sveinsprófi.

LAUGARDAGINN 3. október 1998 voru útskrifaðir 27 rafvirkjar, þar af ein kona og er hún sjötta konan í rafvirkjastéttina, en konur eru aðeins 0,15% af rafvirkjum.

ÚTSKRIFAÐIR voru 26 rafeindavirkjar.

ÚTSKRIFAÐIR voru 5 símsmiðir.