FYRIR skömmu útskrifaði prófnefnd verðbréfamiðlara tuttugu nemendur sem lokið höfðu námi fyrir verðbréfamiðlara. Námið var alls 200 klst. og skiptist í þrjá hluta; A-hluta, þar sem kennd voru grunnatriði lögfræði og réttarreglur á þeim sviðum er varða störf á fjármagnsmarkaði; B-hluta, þar sem kenndar voru viðskiptagreinar s.s.
Þjónusta á verðbréfamarkaði

20 útskrifast úr verðbréf· amiðlaranámi

FYRIR skömmu útskrifaði prófnefnd verðbréfamiðlara tuttugu nemendur sem lokið höfðu námi fyrir verðbréfamiðlara.

Námið var alls 200 klst. og skiptist í þrjá hluta; A-hluta, þar sem kennd voru grunnatriði lögfræði og réttarreglur á þeim sviðum er varða störf á fjármagnsmarkaði; B-hluta, þar sem kenndar voru viðskiptagreinar s.s. vaxtaútreikningur, vísitölur og greining ársreikninga; og að lokum C-hluta, þar sem farið var yfir lög og reglur á fjármagnsmarkaði, tegundir verðbréfa, fjárvörslu og ráðgjöf.

Próf í verðbréfamiðlun gefur réttindi til að stjórna fyrirtæki í verðbréfaþjónustu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, en eitt af skilyrðum fyrir starfsleyfi slíks fyrirtækis er að framkvæmdastjóri hafi sótt nám í verðbréfamiðlun og lokið þar prófi. Námskeiðið nýtist einnig öllum þeim sem starfa á fjármagnsmarkaði.

Á meðfylgjandi mynd er hluti hópsins sem nú var að ljúka námi, en auk þeirra eru á myndinni Páll Gunnar Pálsson, formaður prófnefndar verðbréfamiðlara, og Helga Hlín Hákonardóttir, lögfræðingur og kennari á námskeiðinu. Þá er á myndinni Ágústa H. Lárusdóttir, fv. skrifstofustjóri Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, en námskeiðið var haldið í samstarfi við stofnunina.