Á NÝJUM diski bandaríska þjóðlaga- og vísnasöngvarans og söngsmiðsins James Durst syngur hann lög frá ýmsum löndum á tungum viðkomandi landa og þar á meðal er eitt lag íslenskt. James Durst var hér á landi í tónleikaferð fyrir 27 árum og þá kenndi undirritaður James sönginn Sofðu unga ástin mín.
Árni Johnsen þingmaður skrifar um nýjan geisladisk vísnasöngvarans James Durst

Söngsmiður

sendir söng

heim til Íslands

Á NÝJUM diski bandaríska þjóðlaga- og vísnasöngvarans og söngsmiðsins James Durst syngur hann lög frá ýmsum löndum á tungum viðkomandi landa og þar á meðal er eitt lag íslenskt. James Durst var hér á landi í tónleikaferð fyrir 27 árum og þá kenndi undirritaður James sönginn Sofðu unga ástin mín. Á hinum nýja diski James Durst syngur hann á máli Víetnam, ensku, dönsku, íslensku, söngva frá Chile, Kína, Tyrklandi, Þýskalandi, Indónesíu, Ísrael og Grikklandi, en öll lögin frá þessum löndum eru sungin á málum landanna.

Síðan 1965 hefur James Durst haldið tónleika í 38 löndum, en hann hefur sungið á alls 16 tungumálum. James hefur lagt kapp á að syngja fyrir bæði börn og fullorðna. Hinn nýi diskur James Durst heitir My Country is the World. Á diskinum eru mörg falleg lög í vönduðum flutningi, en auk þess að syngja leikur James sjálfur á gítar. Meðal laga á diskinum er fallegt bandarískt lag eftir Pete Seeger, angurvært lag frá Víetnam, dönsk hefðbundin ballaða í þjóðlagastíl, Sofðu unga ástin mín sem er mjög vel flutt hjá James á íslensku, rólegur Chile-slagari, kínverskt lag með ljóðrænni melódíu og fjarrænum blæ sem fylgir gjarnan þarlendri tónlist, en í stuttu máli sagt er kínverski söngurinn fallegur ástarsöngur. Þá er tyrkneskt lag, brúðkaupssöngur á hebresku, þýskt þjóðlag, grískur ástarsöngur sem jafnframt er sunginn á ensku, en reyndar syngur James oft hluta laganna á ensku og í diskumslaginu eru viðkomandi textar á upprunalegum tungumálum auk ensku. Hver veit hvað það er sem við köllum ást? heitir gríski ástarsöngurinn. Einnig er barnagæla frá Indónesíu, trúarlegur söngur um borgarhliðin tólf, friðarsöngur og söngur James sem heitir Ég er mín eigin litla þjóð.

James Durst hefur í hyggju að koma til Íslands á næstunni og halda tónleika, en sem fyrr segir var hann hér á landi síðast 1971. James syngur Sofðu unga ástin mín bæði á íslensku og ensku, gamla þýðingu á fyrsta erindinu en eigin þýðingu á tveimur síðari erindunum:

Sleep, my darling baby, sleep.

Rain is gently falling.

Mother will your treasures keep.

Hidden where the shadows creep.

Hush thee, my baby, night for rest is calling.



Secrets hide 'neath darkness wings.

Hewy is my dreaming

Oft I've seen black desert sand as brings

Death to the meadow and, green growing things

Silent, the deadly glacial beckons screaming.



Slumber now and waken late

Quiet, peaceful sleeping

Life, her sorrow soon vill relate

As sure as day will meet its fate

Often one loves, only missing, losing and weeping.