JAPANSKIR framleiðendur smíða 560.000 bíla í Vestur-Evrópu á þessu ári. Stærstu framleiðendurnir hafa skýrt frá því hvernig þeir ætli að auka framleiðsluna þannig að hún verði í heild yfir einni milljón bíla. Nissan framleiðir 280 þúsund Primera og Micra á þessu ári í Sunderland.

Milljón

bílar á

ári frá

Japönum

JAPANSKIR framleiðendur smíða 560.000 bíla í Vestur-Evrópu á þessu ári. Stærstu framleiðendurnir hafa skýrt frá því hvernig þeir ætli að auka framleiðsluna þannig að hún verði í heild yfir einni milljón bíla.

Nissan framleiðir 280 þúsund Primera og Micra á þessu ári í Sunderland. Árið 2000 hefst þar einnig framleiðsla á Almera og búist er við að heildarframleiðslan verði þá um 400 þúsund bílar. Í Barcelona eru smíðaðir 100 þúsund Serena og Terrano II. Þessi tala hækkar líklega í 130 þúsund þegar tveir nýir fjölnotabílar bætast í framleiðslulínuna árið 2001.

Toyota smíðar 170 þúsund bíla í Burnaston í Englandi á þessu ári, að stærstum hluta Avensis en einnig nokkur fjölda af Corolla. Framleiðslugetan í Burnaston verður um 200 þúsund bílar á ári þegar 150 þúsund bíla framleiðsla hefst í Valenciennes í Frakklandi hefst árið 2001. Þar verður Yaris smábíllinn framleiddur.

Í verksmiðju Honda í Swindon verða smíðaðir 130 þúsund bílar á þessu ári, þ.e. tvær gerðir Civic og ný kynslóð Accord. Honda ráðgerir að auka framleiðslugetuna í 250 þúsund bíla á ári með framleiðslu á J-smábílnum frá og með árinu 2002.

Samstarf Mitsubishi og Volvo í Hollandi verður aukið í haust þegar Space Star verður bætt við framleiðslulínuna. Í Born eru þegar framleiddir Carisma og Volvo 40 línan. Ársframleiðslugetan fer úr 200 þúsund bílum í 280 þúsund bíla, þar af helmingurinn Mitsubishi.