NORRÆNU félögin og Kynningarfélag bókasafna á Norðurlöndum, ásamt Eystrasaltslöndunum, standa að norrænni bókasafnsviku sem ber yfirskriftina Í ljósaskiptunum. Bókasafnsvikan stendur frá 9.­15. nóvember. Yfirskrift verkefnisins er "Norræn fyndni" og er markmið þess að kynna sameiginlega norræna fyndni sem birtist í bókmenntum okkar og frásagnarlist.

Norræn bókasafnsvika

NORRÆNU félögin og Kynningarfélag bókasafna á Norðurlöndum, ásamt Eystrasaltslöndunum, standa að norrænni bókasafnsviku sem ber yfirskriftina Í ljósaskiptunum. Bókasafnsvikan stendur frá 9.­15. nóvember.

Yfirskrift verkefnisins er "Norræn fyndni" og er markmið þess að kynna sameiginlega norræna fyndni sem birtist í bókmenntum okkar og frásagnarlist. Sameiginleg opnunaruppákoma verður á öllum Norðurlöndunum. Slökkt verður á rafmagnsljósum, en um leið tendrað á kertum, og lesinn sami texti á sama tíma, alls staðar hjá velflestum þátttökusöfnum, mánudaginn 9. nóvember. Á Íslandi verður opnunardagskráin kl. 18. Þá verður lesið upp úr skáldsögu Frans G. Bengtsson, Ormur rauði.

Auk 1.000 norrænna bókasafna taka 38 bókasöfn í Eystrasaltsríkjunum þátt. Þangað fer skemmtikrafturinn íslenski, Skari skrípó, sem fulltrúi norrænnar fyndni.