STJÓRNENDUR bresks knattspyrnufélags hafa ákveðið að banna leikmönnum að skjóta að marki meðan á upphitun stendur fyrir leiki liðsins ­ af ótta við að áhorfendur höfði mál gegn félaginu verði þeir fyrir meiðslum af völdum einhvers hinna fjölmörgu markskota sem gjarnan lenda í áhorfendastæðunum.
Markskot

bönnuð

STJÓRNENDUR bresks knattspyrnufélags hafa ákveðið að banna leikmönnum að skjóta að marki meðan á upphitun stendur fyrir leiki liðsins ­ af ótta við að áhorfendur höfði mál gegn félaginu verði þeir fyrir meiðslum af völdum einhvers hinna fjölmörgu markskota sem gjarnan lenda í áhorfendastæðunum.

Bannið gekk í gildi í gær hjá Torquay United, sem er í tuttugusta sæti þriðju deildarinnar ensku, fyrir leik liðsins við Cardiff City, en leikmenn Torquay eru þekktir fyrir margt annað en markheppni eða glæstan árangur á knattspyrnusviðinu. Verða bæði vallarmörk afgirt fyrir leikinn og tilkynningar settar upp í búningsklefum bæði heimaliðsins og gestanna þar sem leikmönnum verður sagt að gera markskot vinsamlegast ekki að hluta upphitunar sinnar fyrir leikinn. Segir Mervyn Benney, stjórnarformaður liðsins, að hann hafi þegar þurft að greiða konu nokkurri skaðabætur vegna þess að gleraugun hennar voru brotin í mél er æfingaskot leikmanns geigaði með þessum afleiðingum.