Á AÐALFUNDI Félags íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn hinn 8. október sl. var ákveðið að breyta nafni félagsins til fyrra horfs þ.e. Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Þetta var nafn félagsins frá árinu 1895 til ársins 1969. Fyrstu tvö árin 1893­1895 hét það Íslenskt stúdentafjelag.

Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn

Á AÐALFUNDI Félags íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn hinn 8. október sl. var ákveðið að breyta nafni félagsins til fyrra horfs þ.e. Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn.

Þetta var nafn félagsins frá árinu 1895 til ársins 1969. Fyrstu tvö árin 1893­1895 hét það Íslenskt stúdentafjelag. Félagsaðild geta allir íslenskir námsmenn hlotið sem læra í Kaupmannahöfn og nágrenni, eitt ár eða lengur, skv. félagssamþykkt frá 1897.

Heiðursfélagar í félaginu hafa verið og eru: Sveinn Björnsson, Sigfús Blöndal, Gunnar Gunnarsson skáld, Jón Krabbe, Jón Sveinbjörnsson konungsritari, Jón Helgason prófessor, Halldór Laxness, Gunnar Björnsson, Stefán Karlsson, Guðrún Eiríksdóttir og Pétur M. Jónasson.

Starfsemi félagsins hefur gengið vel á síðasta ári, m.a. hefur verið sett á alnetið upplýsingasíða um nám í Kaupmannahöfn sem finna má á slóðinni: http://hjem. get2net.dk/fink-nam. Þar er að finna ýmsar hagkvæmar upplýsingar, ekki aðeins fyrir þá sem hyggja á nám í Höfn og eru þar í námi, heldur og fyrir þá sem hyggjast búa í Kaupmannahöfn í lengri eða skemmri tíma.

Framundan hjá félaginu eru m.a. hátíðarhöld í tilefni af 80 ára fullveldi Íslands.