STORMURINN sem spáð var að gengi yfir landið um helgina gekk að mestu yfir aðfaranótt laugardags. Stormurinn var genginn niður að mestu sunnanlands um hádegisbil í gær, laugardag, og gerði Veðurstofa Íslands ráð fyrir að storminn myndi lægja norðanlands í gærkvöldi.
Vindhraðinn náði 12 stigum

STORMURINN sem spáð var að gengi yfir landið um helgina gekk að mestu yfir aðfaranótt laugardags. Stormurinn var genginn niður að mestu sunnanlands um hádegisbil í gær, laugardag, og gerði Veðurstofa Íslands ráð fyrir að storminn myndi lægja norðanlands í gærkvöldi.

Vindhraðinn komst mest í tólf stig á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en að sögn lögreglunnar í Eyjum olli vindurinn ekki tjóni eða óhöppum svo vitað væri. Ellefu vindstig voru víða við suðurströndina í gærmorgun og fyrrinótt, og var eitthvað um að hlutir fykju til, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Austanlands var einnig mikill vindur í gærmorgun og fyrrinótt og illfært um heiðar.

Herjólfur var í gær á leið til Vestmannaeyja með 85 farþega, en hann var að koma úr slipp í Danmörku. Að sögn Lárusar Gunnólfssonar, skipstjóra á Herjólfi, var skipið statt um 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum á hádegi í gær. Lárus reiknaði með að koma til Vestmannaeyja milli 2 og 4 í nótt. Vel fór um farþega og áhöfn í Herjólfi, þar sem hann sigldi í 6­7 vindstigum áleiðis til heimahafnar. Herjólfur hefur áætlunarsiglingar að nýju í dag, sunnudag, kl. 14 frá Vestmannaeyjum.