14.­22. des. GUÐMUNDAR Arasonar mótið hófst í Hafnarfirði á mánudag. Mótið er níu umferðir og teflt er eftir svissneska kerfinu. Í fyrstu umferð tefldu því þeir stigahæstu við þá stigalægri.
Arnar Gunnarsson gerði

jafntefli við Westerinen

SKÁK Íþróttahúsið við Strandgötu FJÓRÐA GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ 14.­22. des. GUÐMUNDAR Arasonar mótið hófst í Hafnarfirði á mánudag. Mótið er níu umferðir og teflt er eftir svissneska kerfinu. Í fyrstu umferð tefldu því þeir stigahæstu við þá stigalægri. Úrslitin voru í flestum tilfellum í samræmi við skákstigin, en þó náði Arnar Gunnarsson jafntefli við finnska stórmeistarann Heikki Westerinen og Björn Þorfinnsson lagði Jón Garðar Viðarsson sem tefldi í Ólympíuliði Íslands í Elista í haust. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Aleksei Lugovoi ­ Tómas Björnsson 1­0 Dan Hansson ­ Vasily Yemelin 0­1 Ralf Akesson ­ Kristján Eðvarðsson 1­0 Bergsteinn Einarsson ­ Manuel Bosboom Jón V. Gunnarsson ­ Jón Á. Halldórsson 1­0 Einar Hjalti Jensson ­ Alexander Raetsky 0­1 Heikki Westerinen ­ Arnar Gunnarss. ­ Davíð Kjartansson ­ Albert Blees 0­1 Tapani Sammalvuo ­ Einar Kr. Einarsson 1­0 Björn Þorfinnsson ­ Jón Garðar Viðarsson 1­0 Róbert Harðarson ­ Heimir Ásgeirsson 1­0 Þorvarður F. Ólafsson ­ Sævar Bjarnason 0-1 Áskell Ö. Káras. ­ Sigurður P. Steindórss. 1­0 Hjalti Rúnar Ómarsson ­ Stefán Kristjánsson Bragi Þorfinnsson ­ Kjartan Guðmundss. 1­0 Þeir Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Róbert Harðarson, Sævar Bjarnason og bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir eru því allir með einn vinning eftir fyrstu umferðina ásamt sjö erlendum skákmönnum. Teflt er í íþróttahúsinu í Hafnarfirði og hefjast umferðir klukkan 17. Áhorfendur eru velkomnir, en aðgangur er ókeypis. Ingibjörg Edda Íslandsmeistari Ingibjörg Edda Birgisdóttir sigraði á Skákþingi Íslands 1998 í kvennaflokki. Ingibjörg Edda fékk 4 vinninga og sigraði alla andstæðinga sína. Í 2.­3. sæti voru Harpa Ingólfsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir með 2 vinning. Þátttakendur voru 5. Skákstjóri var Sigurbjörn Björnsson. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson