TÆPU ári eftir að James Cameron lýsti því yfir að hann væri "kóngur heimsins" á óskarsverðlaunaafhendingunni þar sem mynd hans Titanic lét greipar sópa hefur hann tapað drottningunni. Leikkonan Linda Hamilton sótti á mánudag um skilnað frá Cameron vegna ósættanlegs ágreinings og sótti hún einnig um forræði yfir 5 ára dóttur þeirra, Josephine.
Hamilton sækirum skilnað
TÆPU ári eftir að James Cameron lýsti því yfir að hann væri "kóngur heimsins" á óskarsverðlaunaafhendingunni þar sem mynd hans Titanic lét greipar sópa hefur hann tapað drottningunni.
Leikkonan Linda Hamilton sótti á mánudag um skilnað frá Cameron vegna ósættanlegs ágreinings og sótti hún einnig um forræði yfir 5 ára dóttur þeirra, Josephine.
Hamilton lék á móti Arnold Schwarzenegger í tveimur myndum Camerons um Tortímandann. Hún og Cameron gengu í það heilaga í fyrrasumar. Leiðir þeirra skildi eftir óskarsverðlaunaafhendinguna í mars þar sem Titanic vann til ellefu verðlauna. Þá tók Cameron saman við leikkonuna Suzy Amis sem var í aukahlutverki í Titanic.
KÓNGURINN Cameron missti enga styttu á óskarsverðlaunaafhendingunni en hann missti drottninguna.
CAMERON og Linda Hamilton í ársbyrjun.
SUZY Amis og Cameron á Moving Picture-dansleiknum í október.