Jólapakkaskákmót á sunnudag
HIÐ árlega Jólapakkaskákmót
verður haldið sunnudaginn 20. desember klukkan 14. Allir 15 ára og yngri eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis, en fjöldi jólapakka verður í verðlaun. Mótið er haldið í félagsheimili Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka 1.
Keppt verður í 4 flokkum: Flokki fæddra 19831985, flokki fæddra 19867, flokki fæddra 19889 og flokki fæddra 1990 og síðar. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Þó verða líklega tefldar fleiri umferðir í elsta flokki. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Bæði verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur drengja og stúlkna. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig þar sem allir eiga jafna möguleika án tillits til árangurs. Mótið tekur um 3 klst.
Sérstök eyðublöð voru hengd upp í grunnskólum þar sem nemendur gátu skráð sig. Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti: hellirÊsimnet.is. Að lokum er hægt að skrá sig á mótsstað, meðan húsrúm leyfir. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 250 en mótið hefur notið mikilla vinsælda.