Í dag er miðvikudagur 16. desember 350. dagur ársins 1998. Imbrudagar. Orð dagsins: Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: "Vér viljum ekki fara hana" (Jeremía 6, 16.
Í dag er miðvikudagur 16. desember 350. dagur ársins 1998. Imbrudagar. Orð dagsins: Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: "Vér viljum ekki fara hana"

(Jeremía 6, 16.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Stapafell fór í gær. Don Akaki fór í nótt. Polar Siglir, Lagarfoss og Brúarfoss koma í dag.

Fréttir

Bókatíðindi 1998. Númer miðvikudagsins 16. des. er 91115 .

Bóksala félags kaþólskra leikmanna. Opin á Hávallagötu 14 kl. 17­18.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sólvallagötu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun alla miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15­18 til jóla. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 14­18 til jóla.

Mannvernd, samtök um persónuvernd og rannsóknarfrelsi. Skráning nýrra félaga er í síma 881 7194, virka daga kl. 10­13.

Mannamót

Árskógar 4. Kl. 9­12.30 handavinna, kl. 9­12 baðþjónusta, kl. 13­16.30 handavinna og opin smíðastofan, kl. 13 frjáls spilamennska.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Kl. 11 línudans, síðasti tími fyrir jól, kl. 16 pútt og boccia, síðasti tími fyrir jól.

Eldri borgarar í Garðabæ. Glervinna alla mánudaga og miðvikudaga í Kirkjuhvoli kl. 13.

Félag eldri borgara í Kópavogi, kl. 13 félagsvist í Gjábakka. Húsið öllum opið.

Félag eldri borgara, í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði. Síðasti tími fyrir jól í handavinnu hefst aftur 5. janúar með t.d. perlusaumi og silkimálun. Upplýsingar og skráning í síma 588 2111. Línudanskennsla hjá Sigvalda kl. 18.30, síðasti tími fyrir jól. Bingó á morgun fimmtudagskvöld kl. 19.45. Góðir vinningar.

Félag eldri borgara, Þorraseli, Þorragötu 3. Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13­17. Handavinna og jólaföndur kl. 13.30. Kaffi og meðlæti kl. 15­16. Allir velkomnir.

Furugerði 1. kl. 9 almenn handavinna, fótaaðgerðir, hárgreiðsla og aðstoð við böðun, kl. 11 ganga, kl. 12 hádegismatur, kl. 13.15 létt leikfimi, kl. 14 dagskrá í sal, kl. 15 kaffiveitingar.

Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 14 er jólahelgistund, fjölbreytt dagskrá, hátíðarkaffi í teríu. Allir velkomnir.

Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 myndlist, kl. 13 glerlist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 gömlu dansarnir, kl. 9­17 handavinnustofan opin.

Gullsmári, Gullsmára 13. Leikfimin er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30, róleg leikfimi er á mánudögum og miðvikudögum kl. 10.25 og kl. 10.15 Handavinnustofan opin á fimmtudögun kl. 13­16.

Hraunbær 105. Kl. 9­14 bókband og öskjugerð, kl. 9­16.30 bútasaumur, kl. 9­17 hárgreiðsla, kl. 11-11.30 bankaþjónusta, kl. 12­13 hádegismatur, kl. 13-17 fótaaðgerð.

Hæðargarður 31. Kl. 9­11 dagblöðin og kaffi, handavinna: perlusaumur fyrir hádegi og postulínsmálun eftir hádegi. Fótaaðgerðafræðingur á staðnum.

Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 fótaaðg., böðun, hárgr., keramik, tau- og silkimálun, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 13 jóga, kl. 15 frjáls dans og kaffi, teiknun og málun.

Langahlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.9 hársnyrting, kl. 10 morgunstund í dagstofu, kl. 10­13 verslunin opin, kl. 11.30 hádegisverður kl. 13­17 handavinna og föndur, kl. 15 kaffiveitingar.

Vesturgata 7. Kl. 9­10.30 kaffi og hárgreiðsla, kl. 9.15­12 myndlistarkennsla og postulínsmálun, kl. 11.45 matur, kl. 13 boccia, myndlistarkennsla og postulínsmálun kl. 14.30 kaffiveitingar. Á morgun fimmtudag er fyrirbænastund kl. 10.30 í umsjón sr. Hjalta Guðmundssonar dómkirkjuprests. Allir velkomnir.

Vitatorg. Kl. 9 kaffi og smiðjan, kl. 9.30 söngur með Áslaugu, kl. 10 bútasaumur og handmennt, kl. 10.15 boccia, bankaþjónusta Búnaðarbankinn, kl. 11.45 matur kl. 14 dansinn dunar, kl. 14.45 kaffi.

Norðurbrún 1. Kl. 9-13 útskurður, kl. 10.10 sögustund. Bankinn opinn frá kl. 13-13.30, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun, kl. 9­16.30 leirmunagerð, kl. 9­16 fótaaðgerðastofan opin.

Hallgrímskirkja eldri borgarar, opið hús í dag frá kl. 14­16. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar veitir Dagbjört í síma 510-1034.

Kvenfélag Kópavogs. Jólafundurinn verður 17. des. kl. 20.30 að Hamraborg 10. Gestur verður Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallasókn.

Reykjavíkurdeild S.Í.B.S. Býður félögum sínum í aðventukaffi í Múlalundi vinnustofu S.Í.B.S. Hátúni 10c í dag 16. des kl. 17. Nemendur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur munu flytja jólalög. María Guðmundsdóttir mun flytja sjálfvalið efni, auk þess mun formaður S.Í.B.S., Haukur Þórðarson, yfirlæknir, ávarpa gesti.

Minningarkort

Minningarkort Minningarsjóðs Maríu Jónsdóttur, flugfreyju, eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: á skrifstofu Flugfreyjufélags Íslands, sími 561 4307 / fax 561 4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, sími 557 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, sími 552 2526.

Minningarkort Minningarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal, við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöðum: í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842 Í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299 og í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551 1814, og Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977.