Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Skólabrú, sér um uppskrift dagsins, sem að þessu sinni er fersk tindabikkja. Mælir hann með því að hún verði höfð á borðum á Þorláksmessu, enda nefnir hann réttinn "Ferska Þorláksmessu-tindabikkju í stökkum heslihnetuhjúp með tómat-Vierge-sósu".
Fersk tindabikkjaSoðningin
Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Skólabrú, sér um uppskrift dagsins, sem að þessu sinni er fersk tindabikkja. Mælir hann með því að hún verði höfð á borðum á Þorláksmessu, enda nefnir hann réttinn "Ferska Þorláksmessu-tindabikkju í stökkum heslihnetuhjúp með tómat-Vierge-sósu". Tindabikkjan er ekki algeng á matborðum okkar Íslendinga, en víða erlendis þykir hún hið mesta lostæti. Þetta er aðalréttur fyrir fjóra. Íslenzkir matreiðslumenn hafa þó sýnt gott frumkvæði því tindabikkjan er á matseðli margra góðra veitingahúsa í dag, enda fínasti matur. Smári Valtýr er félagi í Freistingu, sem hefur komið sér upp heimasíðu á Netinu. Slóðin er: http: //www.treknet.is/freisting.
Uppskriftin
bolli saxaðar heslihnetur
2 tsk. hveiti
4 stk. tindabikkjubörð, hvert á að vera 210 g
Tómat Vierge-sósa:
220 g niðursuðutómatar grófsaxaðir
3 stk. hvítlauksgeirar, sneiddir
1 tsk. hlynsíróp
1 msk. sesamolía
tsk. kóríanderfræ
tsk. kúmen
12 tsk. limesafi
dl ólífuolía
Aðferðin
1. Setjið heslihneturnar og hveitið í skál og blandið vel saman, þrýstið tindabikkjubörðunum vel ofan í heslihneturnar og steikið tindabikkjuna ljósbrúna og gefið með tómat-Vierge-sósuna.
2. Aðferð fyrir Vierge-sósu: Allt sett í pott og hitað upp að suðumarki og látið standa í hita í u.þ.b. 15 mínútur.