KÍNVERSK stjórnvöld hafa neitað tilvist jetans, snjómannsins ógurlega, í eitt skipti fyrir öll. Reyndu stjórnarerindrekar að kveða niður sögur um snjómanninn ógurlega eftir að fréttist að ferðamannafrömuðir í Hubei-héraði hefðu boðið hverjum þeim sem tækist að fanga lifandi hinn kínverska "stórfeta" um 4,5 milljónir ísl. króna í verðlaun.
Segja snjómanninn
ógurlega ekki tilPeking. The Daily Telegraph.
KÍNVERSK stjórnvöld hafa neitað tilvist jetans, snjómannsins ógurlega, í eitt skipti fyrir öll. Reyndu stjórnarerindrekar að kveða niður sögur um snjómanninn ógurlega eftir að fréttist að ferðamannafrömuðir í Hubei-héraði hefðu boðið hverjum þeim sem tækist að fanga lifandi hinn kínverska "stórfeta" um 4,5 milljónir ísl. króna í verðlaun. Lægri upphæðir eru í boði fyrir dauðan jeta eða ljósmyndir.
Samkvæmt munnmælasögum hefur jetinn hafst við í Shennsongjia-skógunum í Hubei. Hafa bændur frá ómunatíð greint frá árekstrum við ógnvekjandi villimann í afskekktum skóglendum norður af Þrígljúfrasvæði Yangtze- árinnar.
En Zhang Jianlong, fulltrúi í ráðuneyti skóglendis og villidýraverndunar, segir að nákvæmar vísindalegar rannsóknir í Hubei-héraði hafi leitt í ljós að í öllum tilfellum, þegar menn töldu sig hafa hitt jetann, hafi verið um önnur villt dýr að ræða. Var ákveðið að efna til slíkra rannsókna eftir að fregnir hermdu að risastór fótspor, rauðleitar hárflygsur og mykja hefði fundist á þessu svæði, sem þótti renna stoðum undir tilvist snjómannsins.
Eftir sem áður trúa margir Bandaríkjamenn því að "stórfeti" gangi laus í hlíðum afskekktra fjalla í norðurhluta Bandaríkjanna.