KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona af Akranesi, setti Íslandsmet í 50 m baksundi í 25 m laug er hún hafnaði í 19. sæti af 25 keppendum, synti á 30 sekúndum sléttum. Gamla metið átti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, 30,37 sek., sett á EM í Rostock fyrir tveimur árum. Auk þessa hafnaði Kolbrún, sem er aðeins 15 ára, í 26. sæti í 50 m skriðsundi á 26,78 sek., og síðan varð hún í 23.

Íslandsmet hjá

Kolbrúnu KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona af Akranesi, setti Íslandsmet í 50 m baksundi í 25 m laug er hún hafnaði í 19. sæti af 25 keppendum, synti á 30 sekúndum sléttum. Gamla metið átti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, 30,37 sek., sett á EM í Rostock fyrir tveimur árum. Auk þessa hafnaði Kolbrún, sem er aðeins 15 ára, í 26. sæti í 50 m skriðsundi á 26,78 sek., og síðan varð hún í 23. sæti af 24 keppendum í 100 m baksundi á 1.05,03 mín.

Elín Sigurðardóttir, SH, náði sínum besta tíma í 100 m flugsundi á 1.04,34, en það nægði henni aðeins í 23. sæti af 26. Í 50 m skriðsundi varð Elín í 23. sæti af 33 keppendum á 26,55 sek. Elín varð síðan næstsíðust af 25 þátttakendum í 50 m baksundi á tímanum 30,73 sek.

Halldóra Þorgeirsdóttir, SH, synti 50 m bringusund á 33,87 sek., og varð sautjánda af 21 sundmanni. Hún rak síðan lestina af 20 keppendum í 200 m bringusundi á 2.40,58 mín.

Hjalti Guðmundsson, einnig úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, hlaut 24. sæti af 25 keppendum í 100 m bringusundi, synti á 1.03,58 mín. Hjalti varð síðan síðastur í 200 m bringusundi á 2.20,79, en keppendur voru 23.