Framleiðsla: Richard Johns. Leikstjórn: Bharat Nalluri. Handrit: Casbar Berry. Kvikmyndataka: Tony Imi. Tónlist: Simon Boswell. Aðalhlutverk: Paul McGann og Susan Lynch. 90 mín. Bresk. Háskólabíó, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára.
Vandræði með lyftuna Á niðurleið (Down Time) Spennumynd

Framleiðsla: Richard Johns. Leikstjórn: Bharat Nalluri. Handrit: Casbar Berry. Kvikmyndataka: Tony Imi. Tónlist: Simon Boswell. Aðalhlutverk: Paul McGann og Susan Lynch. 90 mín. Bresk. Háskólabíó, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. KVIKMYNDAFRAMLEIÐSLA á Bretlandseyjum stendur í miklum blóma um þessar mundir. Þar eru búnar til alls konar myndir og auðvitað misgóðar. "Down Time" er að flestu leyti gerð eftir forskrift bandarískra spennu- og hasarmynda. Hraðinn er mikill og áhættuatriði skipa stóran sess í sögunni. Miðað við sambærilegar Hollywood-myndir ber hún þess augljós merki að vera ódýrari í framleiðslu. Þetta verður til þess að nauðsynlegt er að styrkja persónusköpun að einhverju marki og draga úr stórfengleika sprenginga og eyðileggingar og tekst það ágætlega. Lofthræðsla og lyftufælni eru þær hvatir sem virkjaðar eru sem spennugjafar. Flest hefur þetta verið notað áður, en myndin býður upp á nýstárlega úrvinnslu og sjónarhorn og því koma klisjurnar lítið að sök. Með öðrum orðum: ágætis skemmtun. Guðmundur Ásgeirsson.