SVO virðist sem Johnny Depp og Kate Moss gætu verið að taka saman á ný. Á meðan sumir senda blóm eða konfektkassa sendi Depp fyrirsætunni BMW fyrir skömmu til að hressa hana við á meðan hún dvelur á heilsuhæli í Lundúnum. Dagblaðið New York Post hefur eftir vini þeirra að Depp sakni Moss og sé að hugsa um að stofna fjölskyldu með henni.
BMW í stað
blómaSVO virðist sem Johnny Depp og Kate Moss gætu verið að taka saman á ný. Á meðan sumir senda blóm eða konfektkassa sendi Depp fyrirsætunni BMW fyrir skömmu til að hressa hana við á meðan hún dvelur á heilsuhæli í Lundúnum. Dagblaðið New York Post hefur eftir vini þeirra að Depp sakni Moss og sé að hugsa um að stofna fjölskyldu með henni. "Nú þegar þau hafa verið aðskilin í nokkurn tíma gera þau sér grein fyrir hvað þau höfðu það gott saman," segir vinurinn. Depp hefur undanfarið sést í fylgd franskrar leikkonu og fyrirsætu.