AÐ TILHLUTAN sóknarnefndar Húsavíkur stóð fyrir skemmstu yfir sýning í Safnahúsinu á Húsavík á verkum Eiríks Smiths myndlistarmanns. Þar sýndi listamaðurinn 42 verk, stór og smá, sem sýna að listsköpun hans hefur tekið ýmsum stílbreytingum á listaferlinum, en sýningin spannar 30 ára listferil hans.

Eiríkur Smith sýndi á Húsavík

Morgunblaðið. Húsavík.

AÐ TILHLUTAN sóknarnefndar Húsavíkur stóð fyrir skemmstu yfir sýning í Safnahúsinu á Húsavík á verkum Eiríks Smiths myndlistarmanns.

Þar sýndi listamaðurinn 42 verk, stór og smá, sem sýna að listsköpun hans hefur tekið ýmsum stílbreytingum á listaferlinum, en sýningin spannar 30 ára listferil hans.

"Listamaðurinn er næmur á umhverfi sitt og margbreytileika íslenskrar náttúru, landslag, birtu og veðrabrigði verða honum að yrkisefni og kalla á ný hughrif. Verk hans endurspegla þetta glöggt, hvort sem þau eru abstrakt eða hlutbundin. Þau lýsa sterkum andstæðum lita og forma og eru full af krafti og birtu," segir Kári Sigurðsson listamaður, í sýningaskrá.

Sýningin var vel sótt.

Morgunblaðið/Silli EIRÍKUR Smith við verk sín í Safnahúsinu á Húsavík.