Framleiðsla: Sid Bill og Jon Sheinberg. Leikstjórn: Bryan Spicer. Handrit: Jana Howington og Steve Lukanic. Kvikmyndataka: Buzz Feitshans IV. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Tim Allen og Kirstie Alley. 111 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember 1998. Öllum leyfð.
Millar í felum Í blíðu og stríðu (For Richer and Poorer) Gamanmynd

Framleiðsla: Sid Bill og Jon Sheinberg. Leikstjórn: Bryan Spicer. Handrit: Jana Howington og Steve Lukanic. Kvikmyndataka: Buzz Feitshans IV. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Tim Allen og Kirstie Alley. 111 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember 1998. Öllum leyfð. HJÓNAKORNIN Brad og Caroline Sexton eru ríkisbubbar sem hafa týnt hjónabandinu og lífshamingjunni í hringiðu lífsgæðakapphlaupsins. Þetta breytist allt saman þegar þau neyðast til að leita skjóls undan skattheimtumönnum hjá fjölskyldu nokkurri í Amish trúarsamfélagi. Myndin er að mestu leyti ergjandi vitleysa, en einstaka sinnum er hægt að hlæja að henni. Formúlan er allsráðandi og mikið er um atriði sem byggja á vandræðalegum aðstæðum og sérlega ódýrum húmor. Persónur eru jafnframt ýktar úr hófi fram, en það verður að telja myndinni til afsökunar að hún tekur sjálfa sig hvergi alvarlega. Fyrir þá sem á annað borð líkar við aðalleikarana gæti "Í blíðu og stríðu" því vel staðið sem þokkalegasta afþreying fyrir framan kassann. Guðmundur Ásgeirsson