Unnu fataúttekt á mbl.is Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Sambíóin og tískuverslunin Centrum í Kringlunni fyrir leik á mbl.is. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar "The Avengers" með Umu Thurman, Ralph Fiennes og Sean Connery í aðalhlutverkum, en myndin er njósnamynd í anda samnefndra sjónvarpsþátta sem vinsælir voru á sjöunda áratugnum.
Unnu fataúttekt á mbl.is

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Sambíóin og tískuverslunin Centrum í Kringlunni fyrir leik á mbl.is. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar "The Avengers" með Umu Thurman, Ralph Fiennes og Sean Connery í aðalhlutverkum, en myndin er njósnamynd í anda samnefndra sjónvarpsþátta sem vinsælir voru á sjöunda áratugnum. Vinningar voru veglegir, segir í fréttatilkynningu, en auk miða á myndina var hægt að vinna aðra tveggja 35.000 króna vöruúttekta í tískuversluninni Centrum, Kringlunni.

Öllum vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur, en þau sem unnu stóra vinninginn að þessu sinni voru Haukur Guðmundsson og Kristín Guðmundsdóttir. Á myndinni hafa vinningshafarnir tekið við gjafabréfunum úr hendi Karólínu Hreiðarsdóttur verslunarstjóra tískuverslunarinnar Centrum.

Morgunblaðið/Árni Sæberg