MESTUR fiskafli berst að öllu jöfnu að landi í febrúar og marz. Þetta eru mestu loðnuveiðimánuðirnir og ræður það úrslitum. Rýrustu mánuðirnir eru svo oftast ágúst og apríl, en venjuega er þorskveiði á hrygningarslóðinni bönnuð um tíma í apríl til að gefa þorskinum frið við hrygninguna. Á þessu ári kom mestur afli á land í marz, um 313.
Mest veiðist

á veturna

MESTUR fiskafli berst að öllu jöfnu að landi í febrúar og marz. Þetta eru mestu loðnuveiðimánuðirnir og ræður það úrslitum. Rýrustu mánuðirnir eru svo oftast ágúst og apríl, en venjuega er þorskveiði á hrygningarslóðinni bönnuð um tíma í apríl til að gefa þorskinum frið við hrygninguna. Á þessu ári kom mestur afli á land í marz, um 313.000 tonn, sem er svipað og í sama mánuði í fyrra. Mestur afli í einum mánuði í fyrra varð hins vegar 508.000 tonn, en það var í febrúar. Þá veiddust alls 458.000 tonn af loðnu. Þorskveiðin skiptist jafnar á mánuði, en þó veiðist að öllu jöfnu mest í marz og apríl, þegar vertíðin stendur sem hæst. Á þessu ári veiddust 26.000 og tæp 30.000 tonn af þorski þessa mánuði en nóvember kom næstur með 23.400 tonn. Minnst af þorski veiddist í janúar, tæp 16.000 tonn.