ATLANTIC Island ehf. hefur hafið framleiðslu á trollkúlum úr plasti í Vestmannaeyjum. Til framleiðslunnar voru keyptar vélar verksmiðju Atlantic Plast p/f í Suðurey í Færeyjum og þær fluttar til Vestmannaeyja. Olav Lava, eigandi Alantic Plast, er að þriðja hluta eigandi að Atlantic Island ehf. á móti Hirti Hermannssyni og Gísla Jónassyni í Vestmannaeyjum.
Færeyskutrollkúlurnar
framleiddar
í Eyjum
ATLANTIC Island ehf. hefur hafið framleiðslu á trollkúlum úr plasti í Vestmannaeyjum. Til framleiðslunnar voru keyptar vélar verksmiðju Atlantic Plast p/f í Suðurey í Færeyjum og þær fluttar til Vestmannaeyja. Olav Lava, eigandi Alantic Plast, er að þriðja hluta eigandi að Atlantic Island ehf. á móti Hirti Hermannssyni og Gísla Jónassyni í Vestmannaeyjum.
Olav Lava hannaði kúlurnar og hefur framleitt þær um 6 ára skeið í Færeyjum. Hann flytur með sér tækniþekkingu frá Færeyjum og eru kúlurnar framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti, bæði hvað varðar höggþol og dýpisprófanir. Færeysku Atlantic Plast trollkúlurnar eru íslenskum skipstjórum og útgerðarmönnum að góðu kunnar. Þær þykja sterkar og höggþolnar og gerðar til að þola mikið dýpi. Framleiddar verða 8 tommu kúlur af þremur gerðum, fyrir 850 metra, 1.200 metra og 1.850 metra öruggt vinnudýpi. Að sögn Hjartar Hermannssonar, framkvæmdastjóra Atlantic Island, verða fyrst í stað framleiddar allt frá 270 til 450 kúlur á sólarhring eftir tegundum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
FYRSTU kúlurnar sem framleiddar eru í Vestmannaeyjum voru afhentar á dögunum. Það voru Magnús Kristinsson og Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, sem keyptu samtals 200 kúlur.
EIGENDUR og starfsmenn Atlantic Island. F.v. Gísli Jónasson, Olav Lava, Hjörtur Hermannsson og Gísli Sigmarsson.