MATVÆLA- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, telur þilfarsskipaflotann í veröldinni vera nálægt 24 milljónum tonna. Kína er þar efst á blaði með um 5,55 milljónir tonna, Rússar koma næstir með 2,99 milljónir, þá Japan með 1,51, Bandaríkin 1,4 og Indland 1,08 milljónir tonna.
Skipastóllinn Þilfarsskipin 24

milljónir tonna

MATVÆLA- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, telur þilfarsskipaflotann í veröldinni vera nálægt 24 milljónum tonna. Kína er þar efst á blaði með um 5,55 milljónir tonna, Rússar koma næstir með 2,99 milljónir, þá Japan með 1,51, Bandaríkin 1,4 og Indland 1,08 milljónir tonna. FAO hefur varað við því að fiskiskipafloti veraldar sé allt of stór og nauðsynlegt sé að fækka skipum verulega til að draga úr ofveiði, sem samtökin telja verulega. þetta á fyrst og fremst við þar sem veiðum er aðeins eða að mestu leyti stjórnað með fjöldatakmörkun fiskiskipa eingöngu, rannsóknir eru litlar og eftirliti með því hve mikið veiðist er ábótavant.

Ofveiði SAMKVÆMT mati FAO náði veiði úr ofveiddum fiskiskofnum hámarki fyrir um 30 árum eða rétt fyrir 1970. Þá var afli úr þessum stofnum talinn vera rúmlega 10 milljónir tonna, en nú virðist hann vera kominn niður í um 6 milljónir tonna. Mest er veitt úr þessum viðkvæmu stofnum á vesturhluta norðanverðs Kyrrahafs, en veiðin í norðanverðu Atlantshafi hefur minnkað mun meira. Í þessum tölum FAO er miðað við fiskistofna sem voru metnir ofnýttir árið 1992.