ÞAÐ hefur skapast góð hefð fyrir því hjá kyrrðarvinum Laugarneskirkju að hafa síðustu kyrrðarstund fyrir jól með sérstökum hátíðarbrag og halda einskonar litlu-jól með meiri viðurgjörningi að stundinni lokinni. Fimmtudaginn 17. desember kl. 12 verður þessi árvissa samvera og er fólk hvatt til að láta hana ekki framhjá sér fara.
Safnaðarstarf

Kyrrðar- og aðventustemmning í Laugarneskirkju

ÞAÐ hefur skapast góð hefð fyrir því hjá kyrrðarvinum Laugarneskirkju að hafa síðustu kyrrðarstund fyrir jól með sérstökum hátíðarbrag og halda einskonar litlu-jól með meiri viðurgjörningi að stundinni lokinni. Fimmtudaginn 17. desember kl. 12 verður þessi árvissa samvera og er fólk hvatt til að láta hana ekki framhjá sér fara.

Þann sama dag verður jólasamvera eldriborgara haldin í kirkjunni kl. 14. Við það tækifæri mun Guðrún Hrund Harðardóttir leika á víólu, systradúett mun syngja og Þorgrímur Gestsson mun lesa úr bók sinni "Mannlíf við Sund" sem einmitt fjallar um málefni sem eldri Laugarnesbúum eru hugleikin. En að lokinni dagskrá er kaffi og meðlæti í boði safnaðarins. Hvetjum við allt það fólk sem lagt hefur leið sína á samverur eldriborgara í kirkjunni til að fjölmenna nú og njóta dagskrárinnar um leið og við bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna.

Bjarni Karlsson sóknarprestur.



Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir.

Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, veitingar. Jólasamvera í TTT-starfi (10-12 ára) kl. 16.30. Jólatónleikar Kirkjukórs Grensáskirkju kl. 20.30. Stjórnandi Árni Arinbjarnarson.

Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Jólastund. Sr. Sigurður Pálsson. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18.

Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18.

Langholtskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 13. Litlu jólin. Ólöf Kolbrún syngur. Munið litlu jólapakkana. Allir velkomnir. Íhugunar- og fyrirbænastund kl. 18.

Laugarneskirkja. Jólafundur "Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Jólafundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Jólatónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju í Seltjarnarneskirkju kl. 20.

Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Jólagleði. Ungar mæður og feður velkomin. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson.

Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17.

Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30.

Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.

Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30.

Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) börnum kl. 17.45-18.45.

Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni.

Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10­12.

Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi.

Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum.

Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið hefst með borðhaldi í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Námskeiðið er fræðsla um kristna trú fyrir hjón og einstaklinga.

Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Samvera foreldra með ungum börnum sínum. Kl. 12.05 bænar- og kyrrðarstund í hádeginu. Kl. 14.40 og kl. 15.30 síðustu fræðslustundir fermingarbarna fyrir jól. Næsti biblíulestur verður miðvikudagskvöldið 13. janúar á næsta ári.

Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Í tilefni jólanna fellum við niður hefðbundna dagskrá og setjum upp kaffihúsastemmningu frá kl. 20 og fram eftir kvöldi. Þar verður mikiil og lífleg dagskrá, m.a. lofgjörðarhópurinn ásamt einsöngvurum, unglingakórinn, Helga og Hjalti og ýmislegt fleira. Við seljum heitt kakó með þeyttum rjóma, kaffi og jólasmákökur. Allir hjartanlega velkomnir.