KRSTILEG stjórnmálahreyfing vill gjöbreyta stefnu á nýtingu hafsins í kringum landið að því er kemur fram í fréttatilkynningu og segir einnig að hreyfingin vilji afnema kvótakerfið með löggjöf af þeirri aðalástæðu að það stuðli ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt til veiða með réttlátum reglum þar um. Hreyfingin leggur eftirfarandi til: "1.
Vilja breytta
nýtingu hafsinsKRSTILEG stjórnmálahreyfing vill gjöbreyta stefnu á nýtingu hafsins í kringum landið að því er kemur fram í fréttatilkynningu og segir einnig að hreyfingin vilji afnema kvótakerfið með löggjöf af þeirri aðalástæðu að það stuðli ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt til veiða með réttlátum reglum þar um.
Hreyfingin leggur eftirfarandi til:
"1. Landkvóti verði ákveðinn til tveggja ára í senn á allar fiskveiðitegundir sem mögulegt er að veiða frá höfnum á landinu. En eining skipt í mánuði.
2. Landkvótanum verði skipt í átta mismunandi svæði (hólf) eftir landshlutum (veiðireynslu síðustu 10 ára).
3. Aflaheimildum verði úthlutað í hverjum landshluta fyrir sig.
4. Útgerð handfærabáta verði gefin frjáls en með aflatopp á hvern bát eftir stærð. Sókn handfærabáta verði leyfð út að 20 mílum.
5. Veiði línubáta verði leyfð í hólfunum án mílutakmarkana.
6. Veiði verksmiðjuskipa verði leyfð utan 50 mílna marka.
7. Öllum sem veiði stunda verði skylt að selja aflann á fiskmarkaði viðkomandi héraðs.
8. Greiða verði aflagjald af lönduðum afla 6% í ríkissjóð og 4% í viðkomandi héraðssjóð.
9. Eftirlit verði með kasti fisks í sjó og ströng viðurlög sett.
10. Útfluningsgjöld verði sett á óunnar afurðir til útflutnings, sem renni til nýsköpunarsjóðs sjávarútvegs.
11. Stefnt skal að því að allur fiskur verði seldur í neytendapakkningar og ferskur, og undir íslenskum vörumerkjum.
12. Bannað verði að selja hágæðafisk í bræðslu, svo sem síld."