FJÖLSKYLDUR er barnabók og litabók eftir Michael Willhoite í þýðingu Aspar Viggósdóttur. Í fréttatilkynningu segir að bókin fjalli um mismunandi fjölskyldugerðir. Fjölskyldur geta verið fámennar eða fjölmennar, hávaxnar eða lágvaxnar, o.s.frv. Höfundurinn, Michael Willhoite, sem m.a.
FJÖLSKY STOFNANDI:: HELGAG \:
\:
Nýjar bækurFJÖLSKYLDUR er barnabók og litabók eftir Michael Willhoite í þýðingu Aspar Viggósdóttur.
Í fréttatilkynningu segir að bókin fjalli um mismunandi fjölskyldugerðir. Fjölskyldur geta verið fámennar eða fjölmennar, hávaxnar eða lágvaxnar, o.s.frv.
Höfundurinn, Michael Willhoite, sem m.a. þekktur í Bandaríkjunum fyrir bók sína Daddy's Roommate, nýtur þeirra sérstöðu að vera ein mest bannaða og brennda bók Bandaríkjanna á þessum áratug! Það sem Michael Willhoite gerir til að valda þessu fjaðrafoki er að sýna samkynhneigða sem eðlilegt fólk sem lifir hversdagslegu lífi, segir ennfremur í fréttatilkynningu.
Útgefandi er Haraldur íkorni. Bókin er 32 síður, prentuð hjá EMM offset. Verð: 490 kr.