SKAGFIRZKUR annáll 1847­1947 er eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Í ritinu er fjallað um mannlíf í Skagafirði í 100 ár. Sagan hefst þar sem Saga frá Skagfirðingum eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason endar og lýkur 1947, árið sem Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi.
SKAGFIR STOFNANDI:: HELGAG \: \: Nýjar bækur

SKAGFIRZKUR annáll 1847­1947 er eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg.

Í ritinu er fjallað um mannlíf í Skagafirði í 100 ár. Sagan hefst þar sem Saga frá Skagfirðingum eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason endar og lýkur 1947, árið sem Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi. Í ritinu er getið um flest það sem fréttnæmast þótti hverju sinni, svo sem slysfarir, tíðarfar, verklegar framkvæmdir, mannamót og menningarviðburði. Um 400 ljósmyndir prýða bókina, m.a. myndir af miklum hluta þeirra einstaklinga sem koma við sögu. Einnig er mikill fjöldi gamalla mynda af atburðum, bæjum og byggingum og hafa margar þeirra aldrei birst áður.

Kristmundur Bjarnason er þekktur fyrir rit sín um sögu og þjóðlegan fróðleik.

Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er í tveimur bindum, samtals 663 bls. í stóru broti. Ritið er prentað hjá Viðey ehf. en Flatey annaðist bókband. Verð 12.400 kr.

Kristmundur

Bjarnason