SAXÓFÓNLEIKARINN Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika í Iðnó á morgun, fimmtudag kl. 21. Tónleikarnir eru til kynningar á geislaplötunni Prím, sem kom út fyrir skömmu. Á tónleikunum koma fram allir þeir tónlistarmenn sem á plötunni eru.
Útgáfutónleikar Jóels Pálssonar

SAXÓFÓNLEIKARINN Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika í Iðnó á morgun, fimmtudag kl. 21. Tónleikarnir eru til kynningar á geislaplötunni Prím, sem kom út fyrir skömmu.

Á tónleikunum koma fram allir þeir tónlistarmenn sem á plötunni eru. Þeir eru, auk Jóels, Eyþór Gunnarsson, píanó, Hilmar Jensson, rafgítar, Gunnlaugur Guðmundsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur, Matthías Hemstock, trommur og slagverk og Sigurður Flosason, altsaxófónn og bassaklarinett.

Jóel Pálsson