Keppni um fallegustu piparkökuhúsin PIPARKÖKUHÚS af ýmsum stærðum og gerðum eru nú til sýnis í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri en nú stendur yfir samkeppni á vegum jólaþorpsins Norðurpólsins um fallegustu piparkökuhúsin. Frestur til að koma með hús í samkeppnina rennur út á föstudag, 18. desember, og verður tekið á móti þeim til kl.
Keppni um fallegustupiparkökuhúsin
PIPARKÖKUHÚS af ýmsum stærðum og gerðum eru nú til sýnis í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri en nú stendur yfir samkeppni á vegum jólaþorpsins Norðurpólsins um fallegustu piparkökuhúsin. Frestur til að koma með hús í samkeppnina rennur út á föstudag, 18. desember, og verður tekið á móti þeim til kl. 18. Húsin eru sett upp til sýnis jafnóðum og þau berast og verða þau öll til sýnis um næstu helgi. Úrslit verða tilkynnt á sunnudag og verða veitt verðlaun fyrir þrjú fallegustu húsin, að mati dómnefndar.
Morgunblaðið/Kristján