Um 1.100 nemendur í kynnisferð um Sundahöfn NEMENDUM sjötta bekkjar grunnskólanna í Reykjavík hefur undanfarin ár verið boðið í vettvangsferðir til að kynna þeim lífríki, sögu og starfsemi Reykjavíkurhafnar. Ásamt Höfninni hefur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur staðið að skipulagningu ferðanna og í ár var ferðinni heitið í Sundahöfn.
Um 1.100 nemendur í kynnisferð um SundahöfnNEMENDUM sjötta bekkjar grunnskólanna í Reykjavík hefur undanfarin ár verið boðið í vettvangsferðir til að kynna þeim lífríki, sögu og starfsemi Reykjavíkurhafnar. Ásamt Höfninni hefur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur staðið að skipulagningu ferðanna og í ár var ferðinni heitið í Sundahöfn.
Auk framangreindra aðila stóðu Eimskip, Samskip og Heildverslun Daníels Ólafssonar að framkvæmd ferðanna. Siglt var úr gömlu höfninni á Árnesi og inní Sundahöfn. Þar gafst nemendum kostur á að skoða mannvirki og tæki sem notuð eru við útskipun og uppskipun og ekið um athafnasvæði Eimskips og Samskips á sérhönnuðum bíl. Einnig var farið í frystigeymslu þar sem sjávarafurðir bíða útskipunar.
Einar Egilsson hjá Reykjavíkurhöfn hefur séð um ferðirnar og sagði hann alla sem hafa komið við sögu lagt sig fram um að gera þær fróðlegar og eftirminnilegar. Alls tóku um 1.100 nemendur þátt í ferðunum og var síðasta ferðin farin fyrir stuttu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg UM 1.100 nemendur í sjöttu bekkjum grunnskóla í Reykjavík hafa í haust farið í kynnisferð um athafnasvæði Sundahafnar.