LÍKT og ólíkt. Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi. Aðalritstjóri er Anne-Lise Arnesen. Í kynningu segir: "Margir hafa sagt að jafnrétti og jafngildi kynjanna í skólanum sé úr sér gengin umræða.
LÍKT og STOFNANDI:: HELGAG \: \: Nýjar bækur

LÍKT og ólíkt. Kynjavíddin í uppeldisfræðilegri hugsun og starfi. Aðalritstjóri er Anne-Lise Arnesen.

Í kynningu segir: "Margir hafa sagt að jafnrétti og jafngildi kynjanna í skólanum sé úr sér gengin umræða. Því má á hinn bóginn halda fram að í raun og veru sé hér á ferðinni vandamál sem sárafáir skólamenn hafi gefið sér tíma til að ræða og enn sjaldnar hafi hugmyndin fest rætur í starfsemi skólanna."

Bókin byggist á reynslu norrænnar þróunarvinnu og í henni eru gerinar sem kynna ný sjónarmið innan rannsókna og þróunarvinnu á þessu sviði.

Anne-Lise Arnesen er aðstoðarprófessor í uppeldisfræði við Høgskolen í Ósló. Hún vinnur nú að doktorsverkefni um mismun, jafngildi og jaðarstöðu í skólanum.

Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 162 bls. Verð: 2.800 kr.