Í fréttatilkynningu frá stjórn Króks segir: "Eins og frumvarpið liggur fyrir er augljóst að útgerð dagbáta leggst endanlega af og blasir því við gjaldþrot og upplausn hjá fjölda þeirra fjölskyldna sem hafa haft afkomu af útgerð þeirra. Sama má segja um þorskaflahámarksbátana svo mjög er að þeim þrengt. Stjórnin minnir á samþykkt aðalfundar Landssambands smábátaeigenda frá 13. nóvember sl.
Stjórn Strandveiðifélagsins Króks "Útgerð dagbáta

leggst endanlega af"

Á FUNDI stjórnar strandveiðifélagsins Króks í Barðastrandarsýslu hinn 13. desember 1998 var tekið fyrir frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða.

Í fréttatilkynningu frá stjórn Króks segir: "Eins og frumvarpið liggur fyrir er augljóst að útgerð dagbáta leggst endanlega af og blasir því við gjaldþrot og upplausn hjá fjölda þeirra fjölskyldna sem hafa haft afkomu af útgerð þeirra. Sama má segja um þorskaflahámarksbátana svo mjög er að þeim þrengt.

Stjórnin minnir á samþykkt aðalfundar Landssambands smábátaeigenda frá 13. nóvember sl. um 40 sóknardaga til handa dagbátum.

Komi til kvótasetningar er það krafa Króks að aflareynsla verði látin ráða aflaúhlutun eins og áður hefur verið gert. Og að hver bátur fái þriggja ára veiðireynslu í utan kvóta tegundum áður en að úthlutun þeirra kemur.

Eins og öllum má ljóst vera hafa dagbátar og þorskaflahámarksbátar sem eru nýbúnir að velja sig inn í þorksaflahámarkið, nær enga reynslu í öðrum tegundum en þorski, verði því að teljast eðlilegt að þeir fái að minnsta kosti þriggja ára aðlögun í öðrum tegundum eins og aflamarksskipin fengu.

Stjórn Króks hvetur alla þá sem telja sig málið varða til að taka höndum saman til varnar útgerð strandveiðibáta og um leið til bjargar sjávarbyggðum landsins."