EINAR Karl Friðriksson efnafræðingur, efnafræðideild Cornellháskóla, Íþöku, NY, flytur erindi á málstofu efnafræðiskorar föstudaginn 18. desember kl. 12.20 í stofu 158, húsi VR-II við Hjarðarhaga. Erindið nefnist: Rannsóknir á IgE- mótefni og lípíðum með Fourier transform-massagreini. Allir velkomnir.

Málstofa efnafræðiskorar

EINAR Karl Friðriksson efnafræðingur, efnafræðideild Cornellháskóla, Íþöku, NY, flytur erindi á málstofu efnafræðiskorar föstudaginn 18. desember kl. 12.20 í stofu 158, húsi VR-II við Hjarðarhaga. Erindið nefnist: Rannsóknir á IgE- mótefni og lípíðum með Fourier transform-massagreini. Allir velkomnir.

Sagt verður frá mjög nákvæmri massagreiningaraðferð og beitingu hennar á IgE-mótefni, sem er lykilboðberi í fyrstu skrefum frumuboðskipta, sem leiða til ofnæmisviðbragða. Einnig verður skýrt frá greiningum á sykruhópum á IgE- sameindinni og mælingum á lípíðum í frumuhimnum sem tengjast áðurnefndum frumuboðskiptum.