ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna í knattspyrnu eru að kanna aðstæður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir æfingaferð liðsins í vor. Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, og Þórir Jónsson frá Úrvali-Útsýn eru staddir í borginni Orlando þessa dagana og kanna þar aðstæður.

Fara Eyjamenn til

Flórída? ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna í knattspyrnu eru að kanna aðstæður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir æfingaferð liðsins í vor. Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, og Þórir Jónsson frá Úrvali-Útsýn eru staddir í borginni Orlando þessa dagana og kanna þar aðstæður.

Orlando nýtur sívaxandi vinsælda sem æfingastaður fyrir knattspyrnulið og hafa fjölmörg landslið, þar á meðal hið bandaríska, dvalið þar í æfingabúðum á undanförnum árum. Þá hefur færst í vöxt að evrópsk félagslið komi þar með æfingabúðir yfir vetrartímann, einkum félög frá Norðurlöndunum.

Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, er þessi hugmynd til mjög alvarlegrar athugunar hjá ÍBV, ekki síst þar sem ákveðið hafi verið að hætta við fyrirhugaða ferð á æfingamót á Kýpur. "Það verður ekki fyrr en um miðjan mars í ár og það er of seint að okkar mati," sagði Þorsteinn og bætti við að þar að auki væri æfingaferð til Flórída ódýrari kostur fyrir knattspyrnudeildina.

Eyjamenn fara í aðra æfingaferð um páskana og verður hún til Portúgals eins og í fyrra. "Þá fórum við einnig til Kýpur og höfum mjög góða reynslu af tveimur æfingaferðum fyrir Íslandsmótið. Það er því ljóst að hið sama verður upp á teningnum hjá okkur í vor," sagði Þorsteinn.

Ef af Flórídaferð Eyjamanna verður er ætlunin að slá upp æfingamóti, en á sama tíma verður danska úrvalsdeildarliðið Lyngby í búðunum auk liða frá Bandaríkjunum og Chile.