VESTFIRSKIR framhaldsskólanemendur standa fyrir aðventuskemmtun í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í dag, miðvikudag, kl. 14.30. Þar koma fram nemendur í Tónlistarskóla Ísafjarðar og Framhaldsskólakór Vestfjarða. Á efnisskrá eru létt kórverk auk þess sem nemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar stilla saman strengi og flytja nokkur jólalög. Einnig munu sex snótir úr kórnum syngja saman.
Jólatónar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði

VESTFIRSKIR framhaldsskólanemendur standa fyrir aðventuskemmtun í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í dag, miðvikudag, kl. 14.30.

Þar koma fram nemendur í Tónlistarskóla Ísafjarðar og Framhaldsskólakór Vestfjarða. Á efnisskrá eru létt kórverk auk þess sem nemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar stilla saman strengi og flytja nokkur jólalög. Einnig munu sex snótir úr kórnum syngja saman.