SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað er nú að kanna möguleika á því að fá norska fjölveiðiskipið Gunnar Longva á leigu til kolmunnaveiða á næsta ári. Útgerð skipsins í Álasundi í Noregi hefur sent umsókn til norska sjávarútvegsráðuneytisins um að leigja skipið til Íslands frá 15. apríl til 15 september á næsta ári.
Vilja leigja

norskt skip

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað er nú að kanna möguleika á því að fá norska fjölveiðiskipið Gunnar Longva á leigu til kolmunnaveiða á næsta ári. Útgerð skipsins í Álasundi í Noregi hefur sent umsókn til norska sjávarútvegsráðuneytisins um að leigja skipið til Íslands frá 15. apríl til 15 september á næsta ári./2

Fara í nýjan

loðnuleiðangur

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur ákveðið að endurmæla loðnustofninn í upphafi nýs árs, en sú ákvörðun er byggð á niðurstöðu loðnuleiðangurs stofnunarinnar, sem farinn var seinni hluta nóvembermánaðar. Meira en milljón tonn af loðnu hefðu þurft að finnast í sjónum til þess að spár um heildarafla á vertíðinni gangi eftir./2

Birgðir hlaðast

upp í Evrópu

BIRGÐIR hlaðast upp hjá framleiðendum sjávarafurða í Vestur-Evrópu um þessar mundir vegna lítillar sölu til Rússlands og Asíulanda. Hrun rússnesku rúblunnar og veik staða gjaldmiðla í Asíu hefur dregið mjög úr sölu sjávarafurða á mörkuðum í austurvegi á þessu ári. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Fishing News International ./8