KRISTIN Bredal, sem nú vinnur af kappi við að hanna leikmynd og lýsingu í jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, Pétur Gaut eftir Ibsen, fékk á sunnudag norsku leiklistarverðlaunin, "Hedda prisen". Alls var keppt í fimm flokkum og voru þrír tilnefndir í hverjum þeirra. Kristin var tilnefnd í opnum flokki fyrir ljósahönnun í sýningu Norska þjóðarballettsins á Sex augum.
Leikmynda- og ljósahönnuður hjá LA Hlaut norsku

leiklistarverðlaunin

KRISTIN Bredal, sem nú vinnur af kappi við að hanna leikmynd og lýsingu í jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, Pétur Gaut eftir Ibsen, fékk á sunnudag norsku leiklistarverðlaunin, "Hedda prisen". Alls var keppt í fimm flokkum og voru þrír tilnefndir í hverjum þeirra. Kristin var tilnefnd í opnum flokki fyrir ljósahönnun í sýningu Norska þjóðarballettsins á Sex augum.

Á myndinni er Kristin á sviðinu í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Morgunblaðið/Kristján