ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, ætlar að taka þátt í prófkjöri flokksins, sem fram fer í janúar. Hún segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvaða sæti hún býður sig fram í, en ákvörðun um það muni liggja fyrir fljótlega.
Arnþrúður í prófkjör

ARNÞRÚÐUR Karlsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, ætlar að taka þátt í prófkjöri flokksins, sem fram fer í janúar. Hún segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvaða sæti hún býður sig fram í, en ákvörðun um það muni liggja fyrir fljótlega.

Þegar hafa þingmenn flokksins, Finnur Ingólfsson og Ólafur Örn Haraldsson, tilkynnt framboð og það sama á við um Vigdísi Hauksdóttur varaþingmann. Aðrir hafa enn ekki tilkynnt framboð. Framboðsfrestur rennur út 30. desember.