Aflaheimildir verði
seldar á markaði
Í DRÖGUM að frumvarpi rússneska þingsins um fiskveiðar og verndun fiskistofna er kveðið á um að heimildir til veiða verða í framtíðinni seldar sjómönnum. Þetta ákvæði hefur vakið hörð mótmæli en
frumvarpið hefur verið sent út til umsagnar í héröðum sem byggja á sjávarútvegi, áður en það verður tekið til þriðju og síðustu umræðu í dúmunni, segir í frétt í Worldfish Report .
Gert er ráð fyrir því að veiðigjaldið renni í ríkissjóð og því verði varið til hafrannsókna, uppbyggingar fiskistofna og auðlindaverndar. Sektir vegna brota á fiskveiðilögum munu einnig renna í sjóðinn. Veiðiheimildir verða samkvæmt frumvarpinu seldar á uppboði eða með útboðum, en margir hafa gagnrýnt það fyrirkomulag og sagt sjómenn ekki hafa ráð á að bjóða í heimildirnar og þá sé fjársterkum aðilum í lófa lagið að kaupa upp heimildirnar.