SIGURÐUR Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hofs hf., er maður ársins í íslensku viðskiptalífi 1998, að mati DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins. Í niðurstöðu dómnefndar segir að með frumkvæði og áræði hafi Sigurður Gísli og fjölskylda hans tekið ákvörðun um sölu á verslunum Hagkaups og Nýkaups og lagt þannig grunninn að því að breyta fjölskyldufyrirtækinu í hlutafélag,
ÐViðskiptaverðlaunin 1998 Sigurður G. Pálmason valinn
SIGURÐUR Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hofs hf., er maður ársins í íslensku viðskiptalífi 1998, að mati DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðsins. Í niðurstöðu dómnefndar segir að með frumkvæði og áræði hafi Sigurður Gísli og fjölskylda hans tekið ákvörðun um sölu á verslunum Hagkaups og Nýkaups og lagt þannig grunninn að því að breyta fjölskyldufyrirtækinu í hlutafélag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Þá var ríkisstjórn Íslands útnefnd frumkvöðull ársins fyrir breytingu á rekstrarformi margra ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja í almenningshlutafélög.
Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Gísli Pálmason