RANNSÓKN á fjárframlögum kínverskra stjórnvalda í kosningasjóði Demókrataflokksins bandaríska fyrir síðustu forsetakosningar bendir til, að tilgangurinn hafi verið að auka aðgang Kínverja að bandarískri tækni. Kom það fram í dagblaðinu New York Times í gær.
Fjárframlög Kínverja í kosningasjóði demókrata
Vildu tryggja sér aðgang
að bandarískri tækniNew York. Reuters.
RANNSÓKN á fjárframlögum kínverskra stjórnvalda í kosningasjóði Demókrataflokksins bandaríska fyrir síðustu forsetakosningar bendir til, að tilgangurinn hafi verið að auka aðgang Kínverja að bandarískri tækni. Kom það fram í dagblaðinu New York Times í gær.
Í upphafi rannsóknarinnar, sem staðið hefur í tvö ár, var talið, að að með framlögunum hefðu Kínverjar viljað hafa áhrif á einstök kosningaúrslit, þar á meðal á endurkjör Bills Clintons sem forseta. Nú bendir aftur á móti flest til, að þeir hafi fyrst og fremst viljað gera veg bandarísku milligöngumannanna, sem komu fénu áleiðis, sem mestan í því skyni, að þeir gætu síðar haft áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda hvað varðaði viðskipti og aðgang Kínverja að bandarískri tækni.
Að dæmi stór fyrirtækjanna
Í þessu efni fóru Kínverjar að dæmi bandarískra stórfyrirtækja, sem eru vön að hlaða undir ákveðna menn, sem síðan reka erindi þeirra gagnvart þinginu. Fjárframlög erlendra ríkja til bandarískra stjórnmálaflokka eru hins vegar bönnuð.
Einn þeirra manna, sem rannsóknin hefur tekið til, er Johnny Chung en sl. mánudag var hann dæmdur í Los Angeles í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft milligöngu um kínverska féð. Játaði hann sig sekan um að hafa lagt í sjóði demókrata rúmlega 25 millj. ísl. kr. frá kínverskum fyrirtækjum.