STJÓRN Verðbréfaþings Íslands telur að það sé ekki hlutverk starfsmanna Verðbréfaþings Íslands að spá um líklega verðþróun á einstökum hlutabréfum eða einstökum fyrirtækjahópum. Í Morgunblaðinu sl. föstudag kom fram að Þórarinn V.
Stjórn Verðbréfaþings Íslands
Ekki hlutverkstarfsmanna að
spá um verðþróun
STJÓRN Verðbréfaþings Íslands telur að það sé ekki hlutverk starfsmanna Verðbréfaþings Íslands að spá um líklega verðþróun á einstökum hlutabréfum eða einstökum fyrirtækjahópum.
Í Morgunblaðinu sl. föstudag kom fram að Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, hafi sent stjórn Verðbréfaþings Íslands bréf þar sem kvartað er yfir því hvernig framkvæmdastjóri Verðbréfaþings blandaði sér í umræðu um efnahagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í kvótamálinu með spádómum um það hver yrði líkleg verðþróun á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Að sögn Eiríks Guðnasonar, stjórnarformanns Verðbréfaþings Íslands, var bréf Þórarins rætt á stjórnarfundi Verðbréfaþings í gær og var stjórn þingsins sammála um að það hafi verið óheppilegt að orð framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, Stefáns Halldórssonar, væru túlkuð sem spá en það mun ekki hafa verið ætlun hans að spá um verð hlutabréfa heldur einungis að taka dæmi um það sem gæti gerst.
Eiríkur segir að stjórn Verðbréfaþings muni ekki bregðast að öðru leyti við bréfi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins.