SIGRÍÐUR Ósk Sigurðardóttir er 42 ára og hefur unnið í Vinnslustöðinni í Þorlákshöfn í rúm tvö ár. Sigríður er kynnt lesendum fréttabréfs Vinnslustöðvarinnar, Vinnslunni. Hún kemur af mölinni í Reykjavík en flutti til Þorlákshafnar 1978.
Þægilegurvinnustaður
SIGRÍÐUR Ósk Sigurðardóttir er 42 ára og hefur unnið í Vinnslustöðinni í Þorlákshöfn í rúm tvö ár. Sigríður er kynnt lesendum fréttabréfs Vinnslustöðvarinnar, Vinnslunni . Hún kemur af mölinni í Reykjavík en flutti til Þorlákshafnar 1978. Hún er gift Smára Tómassyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn, Brynjar 20 ára, Otra 14 ára og Hólmfríði Fjólu 12 ára. Sigríður situr í stjórn Starfsmannafélagsins og hefur verið þar mjög virk og áhugasöm. Hún segist aðallega hafa unnið við verslunarstörf og því hafi fylgt vaktavinna. Þegar eiginmaður hennar fór einnig í vaktavinnu ákvað hún að fara í dagvinnu og valdi hún vinnslustöðina m.a. vegna vinnutímans, frá 715. "Ég kann ákaflega vel við mig í Vinnslustöðinni, þetta er þægilegur vinnustaður og góður hópur. Hér ríkir mikil ánægja með þennan brytta vinnutíma, frá 715, og ég á ekki von á því að fólk vilji fara aftur í gamla farið. Leikskólinn hefur komið til móts við konurnar og þar er nú boðið upp á sveigjanlegt kerfi fyrir börnin og opið frá kl. 7 á morgnana. Þetta er virkilega jákvætt og hafði í för með sér að margar kvennanna bættu við sig vinnu. Ég er bara bjartsýn á framtíðina hér og ég held að leiðin hljóti bara að liggja upp á við," sagði Sigríður Ósk. Starfsmannafélagið í Þorlákshöfn er mjög öflugt og þar er mikið framundan. Þar má nefna bingó, jólaföndur, jólaglögg, jólakonfektgerð og jólakaffi. Sigríður segir gaman að vinna við starfsmannafélagið og það hafi mikið að segja fyrir móralinn í vinnunni.
Sigríður Ósk Sigurðardóttir