EVA Káradóttir vinnur á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Eva er kynnt lesendum fréttabréfs Vinnslustöðvarinnar, Vinnslunni. Hún sér um launamál fyrirtækisins í Eyjum (fyrir utan sjómennina) og tekur við starfi Valgerðar Ragnarsdóttur. Eva hóf störf um miðjan október.
Líst vel á

nýtt starf

EVA Káradóttir vinnur á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum . Eva er kynnt lesendum fréttabréfs Vinnslustöðvarinnar, Vinnslunni . Hún sér um launamál fyrirtækisins í Eyjum (fyrir utan sjómennina) og tekur við starfi Valgerðar Ragnarsdóttur . Eva hóf störf um miðjan október. Hún er gift Páli Marvin Jónssyni , forstöðumanni Háskólasetursins í Eyjum , og eiga þau tvo syni. Eva er stúdent og hefur lokið eins árs námi í félagsfræði, árs námi í sjúkraþjálfun og árs námi í ritaraskólanum. Auk þess er hún nú í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands. Eva hefur unnið við ýmis ritarastörf í gegnum tíðina, sem læknaritari og kennari við Barnaskóla Vestmannaeyja . Þá hefur hún verið virk í félagsmálum og var m.a. í stjórn foreldrafélagsins á Rauðagerði . Eva segir að sér lítist mjög vel á þetta nýja starf. Vinnustaðurinn sé stór og í mörg horn að líta enda fá flestir útborgað vikulega. Það eru á milli 200 og 300 manns sem fá útborgað í viku hverri og því má lítið út af bera," segir Eva sem mætti að sjálfsögðu á árshátíðina fyrir skömmu og skemmti sér mjög vel.

Eva Káradóttir