ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá KR, og Sigurður Eyjólfsson, leikmaður með ÍA, eru að gera það gott í Bandaríkjunum, þar sem þau eru við háskólanám. Ásthildur, sem var valin í úrvalslið háskólaliða í annað sinn á dögunum, var valin í lið ársins hjá blaðinu Soccer Buzz og þá var hún útnefnd knattspyrnumaður ársins hjá blaðinu yfir leikmenn í Central-deildinni,
Ásthildur og Sigurður gera það gott
ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá KR, og Sigurður Eyjólfsson, leikmaður
með ÍA, eru að gera það gott í Bandaríkjunum, þar sem þau eru við háskólanám. Ásthildur, sem var valin í úrvalslið háskólaliða í annað sinn á dögunum, var valin í lið ársins hjá blaðinu Soccer Buzz og þá var hún útnefnd knattspyrnumaður ársins hjá blaðinu yfir leikmenn í Central-deildinni, en í deildinni eru lið frá Alabama, Arkansas, Colorado, Tennessee, Iowa, Lousiana, Mississippi, Missouri, Nýja- Mexíkó, Kansas, Nebraska og Oklahoma.Sigurður, sem leikur með UNC Greensboro, var valinn í úrvalslið Bandaríkjanna þriðja árið í röð.
Þess má geta að háskólaíþróttir eru mjög hátt skrifaðar í Bandaríkjunum, enda eini raunverulegi keppnisvettvangur fyrir áhugamenn. Árangur Ásthildar og Sigurðar er því mjög góður.