VERSLUNIN í húsinu Ingólfsstræti 5 hlaut í gær viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir bestu gluggaútstillinguna jólin 1998. Þrjár verslanir í miðborginni hlutu einnig viðurkenningu fyrir gluggaútstillingar fyrir jólin í ár frá Þróunarfélaginu: Jón og Óskar, Laugavegi 61, Gloss, Laugavegi 1 og Flex, Bankastræti 11.
Besti jólaglugginn
í miðbænumVERSLUNIN í húsinu Ingólfsstræti 5 hlaut í gær viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir bestu gluggaútstillinguna jólin 1998.
Þrjár verslanir í miðborginni hlutu einnig viðurkenningu fyrir gluggaútstillingar fyrir jólin í ár frá Þróunarfélaginu: Jón og Óskar, Laugavegi 61, Gloss, Laugavegi 1 og Flex, Bankastræti 11. Verslanir Jóns og Óskars og Flex hafa áður hlotið viðurkenningu fyrir vandaðar jólaútstillingar frá félaginu.
Undanfarin sjö ár hafa verið veittar viðurkenningar fyrir bestu jóla-gluggaútstillinguna í miðborg Reykjavíkur. Í fyrstu voru það samtök kaupmanna í miðborginni sem stóðu fyrir þessari viðurkenningu, en síðustu þrjú ár Þróunarfélag Reykjavíkur.
Í fréttatilkynningu kemur fram að tilgangurinn með viðurkenningunni sé að hvetja kaupmenn og verslunarfólk til að vanda til gluggaútstillinga og leggja þar sitt að mörkum til að skreyta miðborgina fyrir jólahátíðina.
Morgunblaðið/Þorkell