ÞRÁTT fyrir að færeyska landsstjórnin sé farin að vinna að sjálfstæði frá Dönum, samþykkti lögþing eyjanna einróma í gær að þiggja tæplega einn milljarð dkr. í fjárhagsaðstoð frá danska ríkinu eins og undangengin ár. Danir hafa sett það skilyrði að fjárhagsaðstoð þeirra við Færeyjar falli niður, kjósi Færeyingar sjálfstæði.
Þiggja
fjárstuðn- ing DanaÞRÁTT fyrir að færeyska landsstjórnin sé farin að vinna að sjálfstæði frá Dönum, samþykkti lögþing eyjanna einróma í gær að þiggja tæplega einn milljarð dkr. í fjárhagsaðstoð frá danska ríkinu eins og undangengin ár. Danir hafa sett það skilyrði að fjárhagsaðstoð þeirra við Færeyjar falli niður, kjósi Færeyingar sjálfstæði.
Karsten Hansen, fjármálaráðherra Færeyinga, lagði til að þeir þæðu 933 milljónir dkr., um 10 milljarða ísl. kr., árlega í ríkisstyrk frá Dönum 1999-2001, eins og gert var ráð fyrir í samningi þjóðanna um lok bankamálsins svokallaða. Seinni árin tvö verður upphæðin hækkuð með tilliti til almennra verð- og launahækkana.
Málið verður tekið til þriðju umræðu í lögþinginu fljótlega og í dag greiðir danska þingið atkvæði um það.